Fyrir viku sagðist ég hafa gefið upp alla von um að Luton myndi halda sér í deildinni. Sú skoðun hefur í raun ekki breyst, þótt okkur hafi í dag tekist að vinna fyrsta deildarsigurinn á árinu 2009, 3:1 gegn Shrewsbury.
Það var þó ánægjulegt að landa þremur stigum í dag. Við erum þá komnir í fimm stig – þrettán á eftir Bournemouth sem tapaði í gær og átján á eftir Grimsby, sem tapaði á marki á lokamínútunum. Chester er 21 stigi á undan okkur eftir markalaust jafntefli. Barnet vann og mjakaði sér úr verstu fallbaráttunni.
Þetta bil munum við ekki ná að brúa nema eitthvað ótrúlegt gerist. Vonum samt að við náum nokkrum sigurleikjum næsta mánuðinn til að rífa upp stemninguna í liðinu fyrir úrslitaleikinn á Wembley…
Næsta viðureign er á þriðjudaginn, gegn Accrington Stanley.