En hvað segir skatturinn?

Helgi Hrafn Guðmundsson er væntanlega kampakátur, því samkvæmt þessari frétt álpaðist hann til að safna 740 þúsund króna skuld hjá Aðalvídeóleigunni, sem felld hefur verið niður.

En nú spyr maður sig (í ljósi umræðunnar um niðurfellingu á ábyrgðum yfirmanna hjá Kaupþingi): hvað segir skatturinn?

Er ekki morgunljóst að Helgi Hrafn verður að telja þessa 740 þúsund króna niðurfellingu fram sem tekjur – og borga af því tilskilin gjöld?