Eitt símtæki – mörg númer?

Ýmsir kannast við vandamálið að þurfa að hafa meira en einn farsíma. Sumir hafa vinnusíma og einkasíma. Aðrir eru með tvö  númer: eitt sem þeir gefa hverjum sem er upp og annað sem einungis fáir útvaldir fá að vita um. Þetta hefur þann augljósa ókost að viðkomandi þarf alltaf að hafa á sér tvö eða jafnvel fleiri símtæki.

Nú þekki ég það svo sem ekki – en hefur engum símaframleiðanda tekist að finna lausn á þessu? Getur það verið svo flókið að útbúa farsíma sem hýsir nokkur númer? Það hlýtur að vera eftirspurn eftir slíku tóli.