Já, ráðherra & Staksteinar

Yes, Minister! – eru mögulega bestu stjórnmálaskýringaþættir sem gerðir hafa verið. Legg til að sem sparnaðarráðstöfun í rekstri Háskólans verði einum kennara stjórnmálafræðiskorar sagt upp en nemendunum í staðinn gefið heildarsafn þáttanna. Held að það myndi bæði tryggja ódýrari rekstur og skila okkur betri stjórnmálafræðingum.

Í sígildum þætti takast ráðherrann og ráðuneytisstjórinn á um hugmyndir þess fyrnefnda að reyna að draga úr reykingum. Ráðuneytisstjórinn er nátengdur reykingalobbýinu og vill ekki sjá neinar aðgerðir til að fækka reykingamönnum. ráðherra bendir á sláandi dánartíðni reykingafólks:

Jim Hacker: „Humphrey, we are talking about 100,000 deaths a year.“
Sir Humphrey: „Yes, but cigarette taxes pay for a third of the cost of the National Health Service. We are saving many more lives than we otherwise could because of those smokers who voluntary lay down their lives for their friends. Smokers are national benefactors.“

Þessi samtalsbútur kemur óneitanlega upp í hugann við lestur Staksteina Moggans í gær. Þar er amast við því að Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra vilji draga úr reykingum. Moggi segir:

„En ef allir reykingamenn hættu að reykja á morgun, missti ríkisstjórnin, sem VG situr í, af stórum tekjupósti. Stutt er síðan álögur á tóbakið voru auknar stórlega til að afla ríkissjóði peninga í hallærinu.“

Jahá!