Íhlaupastjórinn (b)

Það eru þrír leikir búnir frá því að Harford var látinn fara frá Luton. Allir hafa þeir unnist. Við erum í fimmta sæti – sem þýðir umspil – og fimm efstu liðin virðast vera að stinga af þau sem á eftir koma.

Og þar með er komið upp gamalkunnugt vandamál í fótboltanum: hvað á að gera varðandi íhlaupastjórann?

Almennt séð er ekki mikið vit í því að reka knattspyrnustjóra til þess eins að láta aðstoðarmennina taka við. Yfirleitt eru þá sömu undirliggjandi vandamálin enn fyrir hendi. Þess vegna er það sjaldnast hugsað nema sem tímabundin ráðstöfun þegar gömlu undirsátarnir eru settir við stjórnvölinn.

En þá getur það gerst, sem núna er að eiga sér stað hjá Luton, að liðin byrja að vinna leiki. Og þá verður stöðugt erfiðara með hverjum leiknum að setja íhlaupastjórann/stjórana til hliðar.

Fjandakornið – ég neta samt að trúa því að við höfum rekið Harford til þess að fá Neilson og Watson í staðinn! Sigur á þriðjudaginn gegn York gæti þó gert það mögulegt…