Mánudagsblogg

Mætti seint til vinnu í­ dag. Fannst ég eiga það skilið eftir að hafa verið í­ vinnunni bæði laugardag og sunnudag. – Vald millistjórnandans er mikið!

Notaði tækifærið og hélt á fund bankans mí­ns. Fékk þar greiðlega hækkun á yfirdráttarheimildinni og er því­ orðinn rí­kur á nýjan leik!

Fór því­ næst og skilaði eignaskiptatilkynningunni vegna bí­lsins til bifreiðaskoðunarinnar. Er orðinn formlegur eigandi að Bláa draumnum, sem Kristbjörn var svo vænn að birta mynd af. Bí­llinn reyndist bara vel á leiðinni upp á Skaga (um þá ferð verður ekki bloggað hér), en það mun greinilega taka smá tí­ma að vera aftur kominn á bí­l með handvirku innsogi.

Jafnframt skaust ég upp í­ útvarpshús og tók þar þátt í­ umræðum um stöðu Blair og rí­kisstjórnar hans vegna Kelly-málsins. Með mér í­ þættinum voru Birgir írmannsson og Björgvin G. Sigurðsson. Þessu verður útvarpað á Rás 2 kl. 17. Hlustendur geta átt von á þurrum langhundum frá öllum þátttakendum.

* * *

Gleðifréttir frá Luton. Sky mun sjónvarpa leiknum gegn Tranmere 6. okt. Það er nú ekki á hverjum degi sem maður nær Luton-leikjum á klakanum…

Kjaftasögurnar segja að Matthew Spring sé á liðinni til Wigan. Spurning hvort deildarbikarleikurinn gegn Yeovil á morgun verði kveðjuleikurinn hans?