Mætti seint til vinnu í dag. Fannst ég eiga það skilið eftir að hafa verið í vinnunni bæði laugardag og sunnudag. – Vald millistjórnandans er mikið!
Notaði tækifærið og hélt á fund bankans míns. Fékk þar greiðlega hækkun á yfirdráttarheimildinni og er því orðinn ríkur á nýjan leik!
Fór því næst og skilaði eignaskiptatilkynningunni vegna bílsins til bifreiðaskoðunarinnar. Er orðinn formlegur eigandi að Bláa draumnum, sem Kristbjörn var svo vænn að birta mynd af. Bíllinn reyndist bara vel á leiðinni upp á Skaga (um þá ferð verður ekki bloggað hér), en það mun greinilega taka smá tíma að vera aftur kominn á bíl með handvirku innsogi.
Jafnframt skaust ég upp í útvarpshús og tók þar þátt í umræðum um stöðu Blair og ríkisstjórnar hans vegna Kelly-málsins. Með mér í þættinum voru Birgir írmannsson og Björgvin G. Sigurðsson. Þessu verður útvarpað á Rás 2 kl. 17. Hlustendur geta átt von á þurrum langhundum frá öllum þátttakendum.
* * *
Gleðifréttir frá Luton. Sky mun sjónvarpa leiknum gegn Tranmere 6. okt. Það er nú ekki á hverjum degi sem maður nær Luton-leikjum á klakanum…
Kjaftasögurnar segja að Matthew Spring sé á liðinni til Wigan. Spurning hvort deildarbikarleikurinn gegn Yeovil á morgun verði kveðjuleikurinn hans?