Eftirákannanir

Skoðanakannanir eru sívinsælt fréttaefni. Því miður eru þær yfirleitt frekar ófrumlegar. Þegar kemur að þinginu eða sveitarstjórnarstiginu, dettur  mönnum sjaldnast neitt frjórra í hug en að segja: Hvaða flokk ætlarðu að kjósa? Hvaða pólitíkus er bestur?

Ég myndi vilja sjá svör við spurningunni: Hvaða flokk kaustu síðast? – Að mörgu leyti held ég að slík spurning myndi segja okkur meira um mat fólks á frammistöðu stjórnmálahreyfinganna en spurningar um hvað menn ætli að gera næst.

Auðvitað myndi drjúgur hópur fólks axla svara hreinskilnislega og axla ábyrgð á atkvæðinu sínu. Aðrir myndu hreinlega skrökva og gefa upp þann flokk sem þeir vildu eftir á að hyggja hafa kosið. Líklega myndu enn fleiri þó svara ranglega en í góðri trú. Ótrúlega margt fólk man ekki hvað það kaus síðast.

Í borgarstjórnarkosningunum 2006 fékk Ólafur F. Magnússon 10% atkvæða. Samt hef ég eiginlega aldrei hitt neinn sem kannast við að hafa kosið F-listann. Það er magnað.

Ég væri mjög spenntur fyrir að fá svona könnun – einskonar eftir á uppgjör – núna í lok kjörtímabilsins í borginni. Hugmyndinni er komið áleiðis.