Erfið ákvörðun

Eins og fram hefur komið á þessum vettvangi vinnur besti og frægasti bloggari landsins (og hugsanlega Norðurlandanna – í­ það minnsta utan Finnlands) að því­ að fylla upp í­ annars glæsilegt teiknimyndasögusafn heimilisins að Mánagötu. Þetta geri ég með því­ að droppa öðru hvoru inn á fornbókaverslanir, Kolaportið og Góða hirðinn og kaupa þar skrí­pó – þó með þeim fyrirvara að bækurnar mega ekki kosta of mikið. Ég er ekki ennþá orðinn klikkaður safnari sem tekur bækur fram yfir bjór, bensí­n og matvæli.

Þetta er góð fjárfesting og mun margborga sig þegar vinir og kunningjar geta í­ framtí­ðinni komið með grí­slingana sí­na í­ heimsókn og þau verið til friðs tí­munum saman við að skoða teiknimyndabækur. Auk þess sem það er fí­nt að grí­pa í­ þetta, þótt ég kunni sögurnar meira eða minna utanbókar. Ég lærði að lesa af teiknimyndasögum þegar ég var fimm ára. Mamma kenndi mér stafina og ístrí­kur, Strumparnir og Fláráður stórvesí­r sáu um hitt.

Nú stendur mér til boða að kaupa nokkuð magn af hinum fjóru fræknu á 400 kr. stykkið. Þetta eru bæði klassí­skar bækur eins og: „Fjögur fræknu og vofan“ & „Fjögur fræknu & harðstjórinn“ en einnig nýrri og slappari bækur eins og „Fjögur fræknu og Búkolla“ & „fjögur fræknu & þrumugaukurinn“. – Spurningin er hvort ég eigi að slá til? Vandinn er að ég hef aldrei verið hrifinn af þessum bókum – nema þá kannski helst „Fjórum fræknum og gullæðinu“ & „Fjórum fræknum og hví­thattaklí­kunni“.

Aðalástæða þessa er sú að aðalsöguhetjurnar fara ósegjanlega í­ taugarnar á mér. Búffi er standard fituhjassinn sem til er í­ óteljandi útgáfum í­ hvers kyns teiknimyndasögum, gamanmyndum og barnabókum. Doksi er kilsjukenndi bókaormurinn. Dí­na er gjörsamlega óþolandi kvenpersónan sem hefur ekkert til brunns að bera. Og Lastí­k – tja, ég myndi aka yfir hann ef ég sæi hann á götu.

Er ég kannski bara að vanmeta þessar bækur? Eru þær ómissandi á hverju menningarheimili? Spyr sá sem ekki veit.