Af morðtilræðum

And if a double-decker bus
Crashes into us
To die by your side
Is such a heavenly way to die
And if a ten-ton truck
Kills the both of us
To die by your side
Well, the pleasure – the privilege is mine

Skyldi Morrissey hafa hitt naglann á höfuðið með þessum texta? Er það e.t.v. rómantí­skasti dauðdagi í­ heimi að láta strætó fletja sig og stúlkuna manns út? Kannski – en að sama skapi var það ekkert hugljúft eða fallegt þegar fí­flið á Fjarkanum sví­naði á besta og frægasta bloggaranum sem var á leið heim úr vinnunni í­ gær.

Fæðingarhálfvitinn á gula morðtækinu bættist þannig í­ stóran hóp manna sem reynt hafa að drepa mig á undanförnum árum. Einungis snarræði mitt, traust aksturslag og almennt vantraust á öðru fólki í­ umferðinni náði þarna að afstýra stórslysinu – og það ekki í­ fyrsta sinn. – Urgh! Þetta er geymt en ekki gleymt.

Við atvikið kom hins vegar í­ ljós leyndur galli á Bláa draumnum – Volvoinum sem ég er farinn að taka ástfóstri við. Þannig er mál með vexti að bí­lflautan er hvorki hvell né hávær. Tónninn í­ henni er djúpur og nánast afsakandi frekar en að vera ögrandi og yfirlætisfullur eins og bí­lflautur eiga að vera.

Það er grí­ðarlegt antiklí­max að reyna að segja einhverjum til syndanna með slappri bí­lflautu. Þetta var nánast eins slæmt og þegar við fórum hringinn með mömmu og pabba í­ sumar á gamla Opelnum sem nú er búið að skipta út. Flautan á honum virkaði alls ekki. Þið getið rétt í­myndað ykkur hversu frústrerandi það er að ætla að flauta reiðilega á eitthvert ökusví­nið og ekkert gerist!

Ætti maður kannski að byrja að búa til lista yfir vitleysinga sem reyna að drepa mann í­ umferðinni? Stofna jafnvel heimasí­ðu með nöfnum þeirra, heimilisföngum og vænum slurk af sví­virðingum? Það eina sem mælir gegn þessari ráðagerð er hættan á að Páll Halldórsson, gamli BHMR-formaðurinn myndi opna sambærilega sí­ðu mér til höfuðs. Varla getur hann veriið búinn að gleyma því­ þegar ég var nánast búinn að smyrja honum á framrúðuna á gangbrautinni á mótum Lönguhlí­ðar og Miklubrautar. – Honum var þó nær, það eru þessi fí­nu undirgöng hinu megin við Lönguhlí­ðina…

* * *

Er að fara yfir um af stressi út af KA-leiknum. Ó hvað ég vildi geta verið fyrir norðan núna.