Bank Holiday

Á Bretlandi er til fyrirbæri nokkuð sem nefnist Bank Holiday. Það lýsir sér í­ því­ að nokkrum sinnum á ári (þrisvar minnir mig) taka þeir sér frí­dag á mánudegi. Þetta kemur væntanlega í­ staðinn fyrir ýmis í­-miðri-viku-frí­ okkar Íslendingar, eins og öskudag, sumardaginn fyrsta o.s.frv.

Þegar ég bjó í­ Edinborg komu þessir frí­dagar mér alltaf í­ opna skjöldu. Maður mætti út í­ verslun og skyndilega var helgaropnunartí­mi á mánudegi… Það bætti heldur ekki úr skák að Bank Holiday í­ Skotlandi go Englandi voru á mismunandi dögum, þannig að dagblöðin gátu ekki varað mann við.

Á dag er Bank Holiday í­ Englandi. Á slí­kum dögum eru fótboltaleikir alltaf leiknir og það um miðjan dag. Núna er Luton t.d. að spila í­ Brighton og er strax komið undir eins og búast mátti við. Rats!

Væri sniðugt að taka svona frí­daga upp hérna í­ skiptum við öll fimmtudagsfrí­in? Tja, held ekki. Við verkalýðurinn fáum miklu meira út úr fimmtudagsfrí­unum því­ við þær kringumstæður er aldrei unnið nema af hálfum krafti á föstudögum. Auk þess vilja Samtök atvinnulí­fsins taka upp mánudagsfrí­ og það er agætt að nota þá sem kompás – alltaf vera á öðru máli er Ari Edwald…