Haukar Hafnarfirði eru í efstu deild karlafótboltans í annað sinn í sögu sinni. Fyrra skiptið var 1979, en þá eins og nú fóru þeir „óvart“ upp og voru kjöldregnir.
1979 unnu Haukar einn einasta leik allt sumarið, þar var seint í mótinu. Sá leikur varð hins vegar afdrifaríkur, því eini sigurleikur Haukanna var gegn ÍA sem henti þar með frá sér Íslandsmeistaratitlinum. Fyrir vikið urðu Eyjamenn Íslandsmeistarar í fyrsta sinn.
Í kvöld unnu Haukar sinn fyrsta sigur – gegn liðinu í 2.sæti, Breiðablik. Og eins og staðan er nú gæti vel farið svo að ÍBV verði fyrir vikið Íslandsmeistari… Velkomin til 1979.