Á ofanverðum fimmta áratugnum börðust Akurnesingar fyrir því að fá bílferju yfir Hvalfjörðinn (fyrir tíma Akraborgarinnar). Ferjustæði var ákveðið og jafnvel keypt skip – sem var þó aldrei nýtt til slíkra siglinga.
Samkvæmt gömlum blöðum var málið hins vegar komið svo langt að búið var að steypa hafnarkant á Katanesi fyrir ferjuna. Veit einhver staðkunnugur Vestlendingur hvort e-ð er eftir af því mannvirki og hvort það sé auðsjáanlegt fyrir ferðalanga?