Rómantíkin eyðilögð

Tilgangur sagnfræðinga er að skemmileggja alla rómantí­k og spilla góðum sögum með því­ að megna þær staðreyndum. Næstbesti bloggarinn ræðir í­ dag Steinkudys og segir: Mig grunar að ég ein viti hvar Steinkudys er á Skólavörðuholti. Hún er undir í­búðarhúsi.
Annars skiptir það ekki máli því­ þessi dagur er ónýtur.
Á kjölfar þessarar yfirlýsingar hafa svo orðið nokkur skoðanaskipti um málið á spjallsvæði Þórdí­sar.

En þá er komið að því­ að eyðileggja þessar vangaveltur:

Sagan af því­ þegar Steinkudys var rutt úr vegi hefur verið skráð. Það gerði írni Óla blaðamaður, en hann uppástendur að skrif hans um málið í­ ársbyrjun 1915 hafi verið fyrsta sagnfræðilega verkefnið hans – en sí­ðar átti írni Óla eftir að skrifa óhemjumikið um sögu Reykjaví­kur frá öllum hliðum.

Um þessar mundir var unnið að stórfelldu grjótnámi á Skólavörðuhæð vegna gerðar Reykjaví­kurhafnar. Matthí­as Þórðarson, fornminjavörður var tí­ður gestur á vettvangi, enda stöðugt vakandi fyrir möguleikanum á að rekast á fornleifar. Á janúarbyrjun kom Matthí­as að þar sem verið var að rjúfa dysina. Hann rekur þá aukun í­ timbur og ætlar að það muni vera kista Steinunnar. Sendi hann verkamennina heim og réðst í­ að rannsaka kistuna ásamt blaðamanninum unga.

Matthí­as lét flytja kistuna á brott og verkamennirnir fjarlægðu grjótið úr dysinni og má slá því­ föstu að það sé allt komið oní­ hafnargarðinn núna. Rannsókn á beinunum sýndi heins vegar að þau voru illa fúin. Höfuðkúpan hafði verið söguð sundur við krufningu á sí­num tí­ma, en þáverandi landlæknir hafði látið kryfja lí­kið og úrskurðað að banamein Steinku hefði verið slag, en sögur höfðu gengið um að henni hefði verið byrlað eitur. Að rannsókn formninjavarðar lokinni voru beinin greftruð í­ gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu að viðstöddum u.þ.b. 20 manns. Gröfin mun vera í­ suðvesturhorni garðsins, en óljóst hvort nokkur hafi hirt um að merkja leiðið.

Þannig var það nú börnin mí­n.