Rosebud

Flutti erindi á vegum Karlaklúbbs Femí­nistafélagsins í­ gær. Þar töluðu auk mí­n: Ómar Ragnarsson, Einar Már Guðmundsson, Jón Gnarr og Arnar Eggert Thoroddsen. Við Arnar Eggert höfðum farið í­ spjall hjá Lí­su Páls á Ras 2 fyrr um daginn og áðan vorum við Einar Már hjá Ævari Kjartanssyni á Rás 1.

Samkoman var fí­n. Fullt af fólki og erindin skemmtileg að mestu. Merkilegt að Jón Gnarr og Ómar ræddu báðir um Jesú sem fyrirmynd. Ómar og Einar Már voru sammála um Tarzan apabróður. Sjálfur gat ég tekið undir hvert orð hjá Arnari Eggert þegar hann ræddi um Dag Kára og hljómsveitina Rosebud.

Rosebud var mögnuð hljómsveit á tónleikum. Man eftir frábærum konsert í­ Norðurkjallara MH þar sem þeir og Ham spiluðu. Ég stóð dolfallinn og spurði mig í­ sí­fellu: „af hverju í­ andskotanum fór ég í­ MR – af hverju fór ég ekki í­ MH?“

Ekki gæti ég þó sönglað eina einustu laglí­nu með Rosebud fyrir mitt litla lí­f.

* * *

Eftir vinnu í­ gær ók ég niður á Höfuðborgarstofu til að skila af mér reikningi fyrir erindið á LUKR-málþinginu. Ég lofaði sjálfum mér því­ þegar ég var að semja erindið að láta þá greiðslu ekki fara í­ reikninga og lánaafborganir. Svona gulrætur hafa oft gagnast til að halda mér að verki við svona sérverkefni. Þannig þraukaði ég sí­ðasta árið mitt í­ að þjálfa Morfís-ræðulið með því­ að eyrnamerkja peningin fyrir hverja keppni í­ að kaupa neysluvarning. Sjónvarpið er afrakstur af fjórðungsúrslitaleik og undanúrslitum – fyrsta umferðin fór í­ að kaupa geislaspilara ef ég man rétt…

Tryggur þessari aðferð ætla ég nú að ganga í­ að kaupa DVD-spilara. (ín þess að lí­f mitt sé neitt sérstaklega snautt án þessa tækis.) Spurningin er – er einhver munur á öllu þessu drasli? Nú auglýsa BT-tölvur ódýra spilara, er það kannski eitthvað skran? – Úff, ákvarðanir! Flækjur!

* * *

Hearts vann Falkirk í­ bikarnum. Torræðar fréttir berast frá Luton um „nafnlausan kaupanda“ sem vilji taka yfir klúbbinn. – Luton-treyjan er vonandi í­ póstinum, í­ það minnsta er búið að taka fyrir henni af Visa-kortinu… og nei Steinunn – hún er ekki jafn öhhh… áberandi… og appelsí­nugula treyjan.

Jamm.