DV birtir megnið af grein sem ég skrifaði á Múrinn á dögunum. Með henni fylgir mynd af mér sem ég hef ekki hugmynd um hvenær var tekin. Merkilegra er þó að myndvinnsludeild blaðsins kýs að klippa af mér allar krullurnar. Skrítið.
Annars er DV furðulegt blað. Nú hafa allir fjölmiðlar sagt frá Íslendingnum sem syngur fyrir Dani í Júróvisíon. Af hverju býr DV til forsíðufyrirsögnina: „Íslenskur hommi syngur danska lagið í Tyrklandi“? – Við hliðina á þessari fyrirsögn er sagt frá líkamsárás í Keflavík, þar sem pípari lúskraði á körfuboltamanni. Ekki kemur fram í þeirri frétt hvort píparinn sé gagnkynhneigður…