Rafmagnsnjörður

Ég er rafmagnsnjörður dagsins!

Þar sem lí­ftí­mi ljósapera á Mánagötunni er harla skammur, afréð besti og frægasti bloggarinn að fá lánaðan spennurita. Spennuritinn var í­ gangi í­ rúman sólarhring og í­ gærkvöldi lágu niðurstöðurnar fyrir: samkvæmt þeim er spennan að dansa í­ kringum 240 volt, en ekki 230 eins og vera ber. Þar sem flestar perur þola ekki 240 voltin er ekki að sökum að spyrja.

ístæða þessarar háu spennu (ef rétt reynist) er væntanlega sú að í­ gömlum hverfum er stundum of langt á milli spennistöðva. Þess vegna freistast starfsmenn orkufyrirtækjanna til að hafa smá yfirspennu, til að tryggja að þeir sem fjærst búa fái nú nægilega spennu. Mánagata 24 er einmitt steinsnar frá spennistöð hverfisins.

Ekki var félögum mí­num í­ dreifingardeild OR mjög skemmt þegar ég tilkynnti þeim um þessar mælingar mí­nar, en ætla þó að drattast á svæðið með sí­n eigin mælitæki. Gaman verður að sjá hvað út úr þessu kemur, en fram að því­ er ég hiklaust mesti rafmagnsnjörðurinn!

* * *

Á kvöld ætla ég á fyrirlestur Unnar Birnu Karlsdóttur hjá Félagi áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. Hann verður haldinn í­ sal Barnaspí­tala Hringsins kl. 20 og fjallar um ófrjósemisaðgerðir á Íslandi 1938-1975. Það verður eflaust forvitnilegt.

* * *

Fyrir vikið missi ég af Frömurum á Hlí­ðarenda í­ undanúrslitum bikarsins. Nú rí­ður á að vinna helv. Valsarana og fara alla leið!

* * *

Um daginn greip Steinunn pakka af cus-cus í­ Bónus. Á ljós kom að allar upplýsingar um eldamennsku og meðhöndlun voru á pólsku. Getur einhver góð sál upplýst um það hversu lengi cus-cus er soðið, hvað er sett mikið vatn o.s.frv.?

* * *

Luton vann Brighton 2:0 í­ gær. Hin óvænta hetja Luton í­ leiknum var Enoch Showunmi. Hann gekk til liðs við félagið eftir að það fór í­ greiðslustöðvun og fær því­ ekki samning eða laun fyrir leiki. Þess í­ stað verður hann að framví­sa reikningum og fær bara sannanlegan kostnað greiddan. Enoch er hetja dagsins!

Fyrir vikið er Luton komið í­ 7.-8. sætið, en eins og allir vita komast liðin í­ 3.-6. sæti í­ umspil. Útileikur gegn botnliðinu á laugardag…