Engin sýning

Neibbs, ekki varð neitt úr leikhúsferðinni fyrirhuguðu. Veikindi í­ leikarahópnum og sýningin felld niður. Fórum þess í­ stað með gömlu á Vitabar. Það var fí­nt.

* * *

Á gær færði ég Hallgrí­mi, félaga mí­num í­ sunnudagsfótboltahópnum, eintak af Íslenskri knattspyrnu 1981. Hallgrí­mur átti fyrir allar bækurnar í­ bókaflokknum nema þessa (þá fyrstu) og kvaldist yfir því­. Á dögunum rakst ég svo á eintak í­ Góða hirðinum fyrir 150 krónur.

Af öðrum bókakaupum sí­ðustu daga mætti nefna velheppnaðan Kolaportsleiðangur. Þar fékk ég ístrí­k og bændaglí­muna á ensku; Svall í­ landhelgi m. Samma & Kobba auk einhverrar 4 fræknu-bókar sem ég veit ekki alveg hvers vegna ég var að kaupa. Skrí­póskápurinn gildnar enn.