Arsenal er í efsta sæti á Englandi, taplaust eftir 30 umferðir af 38. Allir íþróttafréttamenn smjatta á því að þetta séu flestir leikir liðs í röð án taps á einu tímabili.
Skítt með það. Hvað ef helvítin fara í gegnum restina af tímabilinu ósigruð?
Tékkaði á þessu í gær. Á ljós kom að næstfæst töp liðs í efstu deild í enska boltanum eru tvö – það var hjá Leeds á áttunda áratugnum.
Metið er þó í höndum Preston North End, upphafsár deildarkeppninnar í Englandi – 1889. Þá luku Preston-menn 22 leikja móti án þess að vera sigraðir.
Arsenal myndi því ekki sitja eitt að metinu. Það er kannski einhverjum huggun…