Er leyndarmál frægðarinnar að stórum hluta einsemdin – og stu-u-u-undum falskt bros? Tja, það fæ ég aldrei að vita, enda ráku skúnkarnir mig úr hljómsveitinni. Ég verð brjálaður ef þeir fá að hita upp fyrir Metallicu.
Nema hvað – Tony Blair heldur sína fyrstu tónleika á morgun, miðvikudag á Grand rokk. Prógramið er á þessa leið:
Tony Blair
Barbarossa
Ríkið
5ta herdeildin
Lokbrá
Ég er ekki alveg jafn bitur eftir að Palli lofaði að setja mig á gestalista. Reyndar benti hann mér á að það væri ókeypis inn, en mér er sama. Ég vil bara geta sagt við dyravörðinn að ég sé á gestalistanum.
Svo fæ ég líklega að róta aðeins fyrir strákana. Þarf væntanlega að lána Bláa drauminn í að skutlast með nokkur hljóðfæri.
En sem sagt: Grand rokk á morgun rétt upp úr klukkan 22. Verið þar eða ferhyrnd.