Peningar í póstinum

Það er gleðilegt að mæta til vinnu á föstudagsmorgni og fá tilkynningu um að maður eigi að fá greitt fyrir viðvik sem aldrei hafði verið talað um öðruví­si en sem sjálfboðavinnu. – Ekki það að svona smásporslur verði ekki fljótar að hverfa í­ sparsl, flí­sar og blöndunartæki þegar stóra baðviðgerðin hefst sí­ðar í­ mánuðinum.

* * *

Á gær byrjaði ég á óskaplega skemmtilegri bók. Segi meira frá henni sí­ðar.

* * *

Framararnir unnu KA-menn í­ handboltanum. Ekki gat maður fagnað því­ að neinu ráði eftir fréttirnar um að Fylkismenn hefðu krækt í­ Þorbjörn Atla. Bjössi hefur verið uppáhaldsleikmaður minn hjá Fram í­ mörg ár – reyndar ásamt fleiri leikmönnum, s.s. Frey Karlssyni.

Jæja, Bjössi snýr bara aftur heim í­ Safamýri þegar írbæingar verða búnir að tjasla honum saman.