Á gær báðu tveir guttar úr Melaskóla, sem voru í heimsókn í Rafheimum, mig um eiginhandaráritun. Annar lét þess getið að hann ætti líka eiginhandaráritun Illuga Jökulssonar. Þetta fannst mér krúttlegt.
Á gær ákvað spaugsamur afgreiðslumaður í verslun að svara spurningum mínum með því að segja „pass“. Það fannst mér ekkert krúttlegt, bara pirrandi.
* * *
Iðnaðarmaðurinn kom í gær. Lætur líklega með að byrja á mánudag. Hann bölvaði Byko og Húsasmiðjunni hressilega – einkum ráðgjöfunum á þeim bænum.
Mósaíkflísarnar viku fyrir viðvörunarorðum góðs fólks. Þess í stað keyptum við stórar og vænar flísar í ílfaborg. – Djöfull er leiðinlegt að standa í þessu helvíti. Og ekki skánar það um helgina þegar byrja þarf að rífa niður innréttinguna á baðinu.
* * *
Barmmerkjagerðin fyrir Femínistadrengina gengur vel. Þúsund merki tilbúin og þá eigum við Palli bara eftir að þrykkja út fimmhundruð í viðbót. Nú væri gaman að vera með Sýn. Þá hefði maður getað horft á Evrópuleikinn í kvöld og skorið til nokkur merki á sama tíma…
Annars er Luton líka að spila í kvöld. Með sigri gætum við farið langt með að tryggja okkur sjöunda sætið í deildinni, en það er ekki nóg – það er því miður sjötta sætið sem allt snýst um.
* * *
Síðustu daga hef ég verið að spila New Order öllum stundum. Skrítið þegar maður dettur skyndilega oní diska úr plötusafninu sem hafa nánast aldrei verið hreyfðir.
New Order var skemmtilegt band og þeir spöruðu svo sannarlega ekki svuntuþeysinn.