Hver taldi Ingva Hrafni trú um að það væri sniðugt að reyna að þvo af sér karlrembusvíns-stimpilinn með því að segjast vera feministi og ræða iðulega við konur um jafnréttismál?
Sena dagsins á Útvarpi Sögu (verið er að fjalla um upphafsár Kvennalistans):
Viðmælandi (missti af nafninu): Við munum nú hvernig umræðan var á þessum tíma. Það var aldrei rætt um hvað konur hefðu að segja, bara hvernig þær litu út…
Ingvi Hrafn: Þið eruð ljótar – var sagt – þið eruð ljótar…
Viðmælandi: Já, mussukonur – alltaf í joggingöllum – sögðu menn.
Ingvi Hrafn: Menn sögðu að þær væru ljótar og gætu ekki náð í karlmann.
Viðmælandi: Einmitt, menn hlustuðu ekkert á boðskapinn og hugsuðu bara um útiltið…
Ingvi Hrafn: En þetta var bara ekki rétt. Margar af þessum konum voru bráðhuggulegar…
(þögn)
– hahaha… maðurinn er algjört met!