Jæja, þá er Fréttablaðið búið að plögga keppnina. Býst við að sjoppustjórar landsins fari nú að pestera mig og reyna að væla og skæla sínar lúgur inn á listann.
Úrslit eru fengin úr síðustu viðuregnum:
Þjóðvegurinn:
Brú 18 : Staðarskáli 26
KHB Egilsstöðum 13 : Varmahlíð 25
Þéttbýlið:
Hamraborg 13 : Bogga Bar 9
Hallinn 19 : Skalli 14
En þá er komið að næstu viðureignum.
Þéttbýli:
BSí gegn kaffistofunni í írnagarði.
Hér takast á hinar talandi og vinnandi stéttir. Hvort tveggja er þjóðlegt út í ystu æsar. írnagarður hýsir menningararfinn, en BSÁ er spegill þjóðarsálarinnar. Jafnframt mun nú koma í ljós hversu stór hluti lesenda síðunnar eru írngerðingar gamlir eða nýir.
London Austurstræti gegn Draumnum Rauðarárstíg.
London er gömul yfirstéttarsjoppa, eins og nafnið gefur til kynna. Var reyndar ennþá svalari meðan hún var á horninu, en eftir sem áður er ljóst að hún er engin bensínstöð.
Draumurinn er, tja – stofnun í íslensku samfélagi. Júlli í Draumnum á sér fáa líka í sjoppubransanum. Þar getur fólk sem misst hefur fótana í lífinu fengið að ylja sér og má drekka kardimommudropana sína, svo lengi sem ekki eru viðskiptavinir í búðinni. Mæli samt ekki með því að kaupa neit án þess að lesa um síðasta söludag.
Dreifbýlið:
Hlíðarendi á Hvolsvelli gegn Víkurskála, Vík í Mýrdal.
Uppgjör Sunnlendinganna. Nánast allir stoppa í Vík og velflestir á Hvolsvelli (nema Hellu-liðið). Hér hljóta allir að hafa skoðun.
Essó-skálinn á Blönduósi gegn Borgarnesi.
Eftir nokkra umhugsun var ákveðið að fallast á að skilgreina Borgarnes sem eina stóra sjoppu. Á samræmi við þá skilgreiningu er Borgarnes eina sjoppan á Íslandi sem hefur sundlaug, skemmtigarð og grunnskóla. Essó-skálann á Blönduósi ætti heldur ekkiu að þurfa að kynna. Eflaust hörkuviðureign.