Vatnselgur

Væri það ekki skemmtilegt ef vatnselgur væri ekki veðurfræðilegt fyrirbæri heldur spendýr? Elgir sem lifðu neðansjávar – það væri sjón að sjá!

En það var sem sagt vatnselgur á heimavelli Boston United og því­ var deildarbikarleikurinn í­ gær blásinn af. Það er að ýmsu leyti gleðileg niðurstaða. Núna er nefnilega búið að draga í­ 2.umferð keppninnar og fyrir liggur að sigurliðið fær heimaleik gegn Fulham. Slí­kur leikur gefur væntanlega einhvern pening í­ kassann, auk þess sem það er alltaf gaman að spila við úrvalsdeildarlið. Það er því­ orðið til nokkurs að vinna fyrir báða klúbba.

Annar möguleiki sem þessi frestun opnar er sá að kannski verði leikurinn settur niður á tí­ma sem hentar Sky. Gazza er að spila með Boston um þessar mundir og því­ alls ekki ótrúlegt að Sky Sport gæti hugsað sér að sjónvarpa leik með liðinu. Ég krossa í­ það minnsta fingur…

* * *

Úrslit liggja fyrir í­ fyrstu viðureign undanúrslita sjoppukeppninnar. Þar sem Staðarskáli hefur þegar tekið afgerandi forystu gegn Borgarnesi, 25:11, telst þeirri keppni lokið. Staðarskáli er kominn í­ úrslitaleikinn.

Aðrar viðureignir eru hins vegar grí­ðarlega spennandi. Staðan er:

Baula 19 : Fjallakaffi, Möðrudal 16

Hallinn 17 : BSÁ 17

Draumurinn 15 : Vikivaki 15

Þegar hafa 35 greitt atkvæði í­ fyrstu keppninni. Gamla metið – 46 – er skammt undan. Og koma svo!!!