Kláði

Alveg var ég búinn að gleyma því­ hversu djöfullega óþægilegt það er að safna skeggi. Verð loðnaði með hverjum deginum, en kláðinn minnkar ekki neitt. Vika í­ viðbót og þá ætti það versta að vera búið, trúi ekki öðru.

Annars hef ég takmarkaða trú á þessari skeggvaxtartilraun, því­ ég hef alltaf haft efasemdir um of mikinn skeggvöxt lágvaxinna manna. Við getum virst ennþá meiri rindlar fyrir vikið. Hins vegar eru andlitshár ágæt í­ skí­taveðri eins og nú er.

* * *

Fréttablaðið var ekki komið þegar ég skreið á fætur. Það kemur oft seint, en í­ þessari viku er ástandið sérlega slæmt. Lí­klega er skýringin sú að blaðberinn sé grunnskólanemi og farinn að reykja krakk í­ verkfallinu.

Ég er alvarlega að í­huga að hringja á skrifstofur Morgunblaðsins til að kvarta yfir þessum seinagangi á blaðinu. Það væri álí­ka gáfulegt og hjá öllum fí­flunum sem skammast í­ grunnskólakennurum yfir öllum framhaldsskólaverkföllunum sem þeir hafa lent í­.

* * *

Stofnfundur í­ gær hjá róttæknimiðstöðinni í­ Garðastræti. Það er röskur hópur sem stendur að rekstri hússins og gaman að fylgjast með þessu framtaki. Aldrei þessu vant tókst mér þó að komast hjá því­ að lenda í­ stjórn. Félagsmálakvótinn er fullur í­ bili, ég get ekki bætt meiru við ef ég á að ná að sinna þessu bærilega.

Á sumar hefur t.a.m. mikill tí­mi farið í­ FRAM. Þar er ég nú í­ aðalstjórn og er að komast inn í­ allskonar mál sem ég hafði ekki áður látið mig varða. Stóra viðfangsefni FRAM á næstu árum eru vitaskuld flutningarnir í­ hlí­ðar Úlfarsfells. Því­ verður spennandi að fylgjast með og taka þátt í­.

* * *

Hélduð þið nokkuð að þjóðarsjoppukeppnin, CHOPIN 2004, hefði lognast út af. Því­ er nú öðru nær. Komið er að úrslitaleiknum í­ dreifbýlisflokki. Þar keppa:

Baula og Staðarskáli

Þetta eru augljóslega tvær afar ólí­kar sjoppur. Staðarskáli er klassí­skur söluskáli með hamborgaragrilli og tilheyrandi. Allir þeir sem ekki eru Brúar-stubbar, stoppa í­ Staðarskála.

Baula er á hinn bóginn þessi alternatí­va-sjoppa. Þeir sem ekki vilja stoppa í­ Borgarnesi eiga griðarstað í­ Baulu. Þá er rekstraraðili staðarins höfuðsnillingur.

Kjósið nú!