Annasamri helgi að ljúka. Á föstudagskvöldið bauð Palli til árshátíðar Kaninku-klansins. Ég áréttaði þá áskorun til hans að fjölga um tvo á Kaninkunni og velja til þess fólk úr seinni hluta stafrófsins. Þá yrðu 13 í klaninu, Palli og tólf lærisveinar og á upphafssíðunni gæti hann verið með mynd af sér í miðjunni – stærri en hinar. Flottur Jesúkomplex það…
Fórum snemma heim, enda von á pabba í morgunsárið. Við feðgarnir gengum svo í sparsl og málningarvinnu. Stiginn niður í kjallara er sallafínn. Palli leit svo við seinni partinn og kom upp þráðlausa netinu.
Á dag brutumst við Steinunn okkur svo leið í gegnum geymsluna hjá tengdó og fundum þar eitt stykki borðstofuborð. Við Guðmundur mágur tróðum borðinu í skottið á alltof litlum bíl og skutluðum heim á Mánagötu. Þar eru nú rafvirkjar að störfum að klára endanlega vinnu við rafmagnstöflu, auk þess sem loksins eru komin aftur ljós í andyrið eftir langa mæðu.
Næsta skref verður væntanlega að taka hurðalista og glugga í gegn. Svo væri mikill munur að fá málningu á stofuna.
* * *
Fyrsta tap Luton í deildinni varð að veruleika og það heima gegn Huddersfield. ítta stiga forysta er samt viðunandi. Útileikur gegn Walsall á þriðjudag. Walsall er stýrt af Paul Merson, annáluðum bindindismanni úr röðum Arsenal.