Það er greinilegt að hið nýja nafn mitt: #, mælist vel fyrir hjá lesendum. Nokkrir hafa lýst áhyggjum yfir því að bloggsenan íslenska muni gjalda fyrir að eiga sér ekki lengur leiðtoga og í stað elitísks valdastrúktúrs taki við flatneskja og meðalmennska. Ég hef engar áhyggjur af því.
Stóra spurning dagsins á athugasemdakerfinu hefur snúið að því hvað eigi að kalla mig í talmáli, enda heitir #-merkið ekki neitt samkvæmt íslenskri orðabók. Margar tillagnanna eru góðar og raunar hallast ég að því að leyfa fólki að velja sína eigin útgáfu. Persónulega er ég þó hrifnastur af shift-3. Það er nefnilega dálítið rapparalegt að vera #, a.k.a. shift3.
# # # # # # # # # # # # #
íþreifanlegt merki um að breyttri ímynd fylgi breyttar áherslur má sjá af því að eftirleiðis mun ég ekki auðkenna greinarskil með *-um, heldur #-um. Takið eftir því að hér að ofan eru 13 #-merki í röð. Það er klárt dæmi um Jesú-komplex sem ég mun reyna að rækta í þessu nýja hlutverki.
# # # # # # # # # # # # #
Knattspyrnutíminn í Valsheimilinu var nærri búinn að enda með ósköpum. Um miðbik tímans fékk mitt lið innkast/horn og Jón Gunnar kastaði í mjaðmarhæð rétt fyrir framan markið. Þar kom ég aðvífandi og ætlaði að sópa hönum inn í markið með belgnum en reyndist ekki eins vambsíður og mig minnti.
Kastið var í sjálfu sér ekki svo fast, en hitti þeim mun betur. Hryllilega er það vont að fá bolta á þennan stað. Ég er mest undrandi að ég hafi ekki kastað upp.
# # # # # # # # # # # # #
Aðalfundur ísatrúarfélagsins er á morgun. Ekki skemmtilegasta leiðin til að verja laugardegi, en það verður að gera fleira en gott þykir. Þarna verða lagabreytingar til umræðu og eflaust karp um reikninga. Hef ekki heyrt af framboðum til stjórnar, en það er sjálfsagt ekki hægt að útiloka neitt í því efni.
Nú eru tvö ár síðan ég var fundarstjóri á frægum aðalfundi félagsins. Þá var ég ekki með neitt skegg, sem eftir á að hyggja hlýtur að teljast hálfgert ómark. Hvers konar heiðingi er skegglaus?
# # # # # # # # # # # # #
Matarboð á Mánagötunni í kvöld. Foreldrarnir og tengdó mæta, enn er ekki ljóst hvað af yngri kynslóðinni lætur sjá sig. Þetta verður prófraun nýja/gamla borðstofuborðsins. Hugtakið borðstofuborð finnst mér hlálegt. Minnir mig alltaf á Vatnsdalsvatn eða önnur slík hring-örnefni…
# kveður að sinni