íðan leit ég inn á Háskólafjölritun ásamt Sverri Jakobs. Þar var að venju fullt af pirruðu fólki að bíða, sem lofað hafði verið skjótri og greiðri þjónustu – en fékk útúrsnúninga og afsakanir.
Stysta stráið dró þó þýsk stúlka sem var mætt til að kaupa ljósrit af einhverri bandarískri hnattvæðingarbók. Ætli hún hafi ekki beðið í klukkutíma eftir að verkinu lyki. Þegar sú bið var loks á enda slengdi fjölritarinn ljósritinu á borðið og sagði: 6.500 kall!
Sú þýska fölnaði upp, neitaði að borga og staulaðist út í losti yfir viðskiptaháttunum. Þetta er svo sannarlega TURK 182.