…og Lánasjóðnum það sem Lánasjóðsins er

Rétt í­ þessu var ég að greiða LíN fyrri greiðslu ársins af námslánunum mí­num. Gjalddagi var 1.mars en eindagi þremur dögum sí­ðar – má það? Ég hélt að eindagi þyrfti að vera amk. 10-15 dögum eftir gjalddaga.

Ég skulda uþb. eina og hálfa milljón eftir MSc-námið mitt, en fór námslánalaust í­ gegnum BA-ið. Það tókst með því­ að aféta mömmu og pabba, auk þess sem ég féfletti miskunnarlaust framhaldsskóla öll mí­n námsár, þar sem ég þjálfaði Morfís-lið og seldi mig dýrt.

Steinunn skuldar hálfa milljón frá fyrsta árinu sí­nu í­ Hí. Á hverju ári tilkynnir LíN henni að nú sé komið að skuldadögum. Og á hverju ári sendir hún sama bréfið sem útskýrir hvers vegna svo sé ekki. Lánasjóðurinn hefur öll gögn við hendina, en samt er alltaf sama streðið í­ samskiptunum við hann.

Á morgun mun ég skemmta mér við að eiga samskipti við aðra bráðskemmtilega stofnun – Tryggingastofnun – þar sem skila þarf pappí­rum vegna fæðingarorlofsins. Heimsókn í­ þjónustuverið á dögunum skilaði litlum árangri. Afgreiðslukonan gat ekki svarað spurningu Steinunnar um grundvallaratriði; skildi ekki spurningarnar mí­nar og sendi mig af stað með rangt eyðublað. Hins vegar tók hún það þrí­vegis fram í­ stuttu samtalinu að tekjur umfram 600 þús. á mánuði gæfu ekki orlofsgreiðslur… – lúxusvandamál…

# # # # # # # # # # # # #

Illu heilli er ekki kennsla hjá okkur Sverri á morgun. Þessar kennslustundir hafa nefnilega verið frábærar til að beina huganum frá spurningakeppninni um kvöldið. Á kennslunni er enginn tí­mi til að stressast upp og fara á taugum yfir einhverjum mögulegum vafaatriðum.

Er mjög spenntur fyrir keppninni, á von á sterkum liðum og held að spurningarnar séu með betra móti.

Jamm.