Ekki kannski úr helju en hann er búinn að vera ansi lengi í burtu, svona eins og 9 daga. Það eina góða við aðskilnað er að það er voða gott að hittast aftur. Að því leytinu til hefur maður voða gott af því. Það styttist síðan óskaplega í Danmerkurferð, nánar tiltekið eru þrír dagar í …
Monthly Archives: júní 2004
Ein 52 ára „hottie“
Kæru lesendur. Ég dreg ykkur ekki lengur á þessu. Sú síðasta á kvennalistanum mínum og jafnframt aldurforseti er Isabella Rosselini. Feta ég þar með í fótspor Ross (eða gæti mín einmitt á að gera ekki sömu mistök og hann). Það þarf varla að rökstyðja þetta val. Hún er einfaldlega þokkadís. Þá er listanum lokið. Þær …
Fulltrúi ungu kynslóðarinnar
Ég ætla ekki að draga lesendur neitt á fjórða nafninu á kvennalistanum mínum. Það skipar unga stúlkan á listanum, fædd 1981, Julia Stiles. Ég hef verið veik fyrir henni síðan í 10 things I hate about you, án þess svo sem að eltast við öll hennar verk. Svo virkar hún bæði klár og geðug, sem …
Allir listar fullsetnir
Jæja, dagurinn í dag er aldeilis merkisdagur. Nú er karlalistinn minn nefnilega líka fullbúinn. Ég lá í gærkvöldi, áður en ég fór að sofa og hugsaði málin vel og vandlega (þetta er áhrifaríkara en að telja kindur). Þá mundi ég skyndilega eftir einum sem á svo innilega heima á listanum. Hann er sá yngsti sem …
Ýmis afrek unnin í dag
Ég ætla að draga lesendur á nafni númer 2 á kvennalistanum mínum góða og telja fyrst upp ýmislegt sem ég hef gert í dag. Það virðist kannski ekki vera mikið en er það samt sem áður. Fyrst ber að nefna að ég fór með flöskur í endurvinnsluna. Það var sérlega vel af sér vikið og …
Fleiri listar
Jamm, það er kominn nýr flötur á málið með hjásvæfelsislistann. Við Mummi vorum að ræða málin í gær og hann var í standandi vandræðum að manna listann sinn. Ég er ekkert nema elskulegheitin og fer að aðstoða hann í vandræðum hans. Kem með alls kyns fínar uppástungur. Tia Carrere kom strax í hugann og Mumma …
Gáfaða barnið mitt
Er ekki blogg alveg kjörinn vettvangur til að segja frá hversu bráðþroska barnið manns er. Við Strumpa vorum í mat hjá tengdamömmu í kvöld. Tengdamamma á bók úr litlubókaseríunni með öllum klassíkerunum (Stubbur, Stúfur og þær) sem heitir Svarta kisa, sem hún les gjarnan fyrir Sóleyju og hún er farin að taka virkan þátt með …
Meira af Sælkerabúðinni
Jummjumm. Við héldum áfram að versla við góðu fjölskylduna hans Úlfs í dag. Fórum að þessu sinni og fengum okkur rauðsprettu í einhverju baði, hvítlauksolíu eða einhverju slíku. Gripum til varúðarráðstafana þegar við komum heim, lokuðum alla ketti inni í herbergi til að hafa örugglega frið. Rauðsprettan var ansi hreint góð. Verst að það hefði …
Prins Valiant at large
Við systur fórum í nýja búð í dag. Sú er í Kaupangi, þar sem Axel og Einar voru áður, og heitir Sælkerabúðin. Hún tengist reyndar fjölskyldunni hans Úlfs, því mamma hans Helga sem á búðina, átti mömmu hans Úlfs. En semsagt, þarna er verið að selja alls kyns kræsilega rétti, aðallega fiskrétti en eitthvað af …
Long time no see
I’m back. Jáhá, það er orðið vafamál hvor okkar Eyglóar er latari bloggari. Ég hef svona kind of afsökun, hef verið busy as hell þar til fyrir svona viku eða svo. Nú mæti ég margefld. Einu áhyggjurnar mínar eru þær að sumarið verði svo tíðindalítið að skrifin falli um sjálf sig. Ég hef að minnsta …