Við tókum loks af skarið og fórum með Strumpuna í myndatöku í dag. Notuðum tækifærið og smelltum myndum af hele familien, sundur og saman. Þetta fór allt saman vel fram og myndirnar sem við fengum að sjá á eftir lofa góðu. Við fáum disk eftir helgina til að velja úr og ef að líkum lætur …
Monthly Archives: desember 2004
Ég er rómantísk…
…en ég er ekki alveg að kaupa rómantíkina í matseðli Hótels Holts. Hér er ég að vitna í bloggið hjá krúttlega gæjanum. Það er komin af stað merkileg umræða um tengsl matar, lystar og rómantíkur við heiti á réttum. Og mér finnst það svo ótrúlegur uppskafningsháttur að kalla rétti með einhverjum nöfnum sem venjulegur pöpull …
Jólaball
Þá er búið að fara með Strumpuna á fyrsta alvöru jólaballið. Það vakti heilmikla lukku. Eina sem ég sá eftir var að druslast ekki með myndavél en ég er bara afskaplega löt við það. Framan af var hún róleg og reyndar fyrst og fremst með hugann við smákökurnar sem hún sá, en svo smá hresstist …
Jólafréttir
Jamm þau eru hugguleg þessi jól. Allt eins og það á að vera, góður matur, góðar gjafir, góður félagsskapur. Það eina sem hefur sett örlítið strik í reikninginn er ófærð, en mikið var samt yndislegt að labba um bæinn allan á kafi. Það er langt síðan ég hef gert það. Þema þessara jóla (eins og …
Letismeti
Jabb, ég hef verið óheyrilega löt að blogga og engar afsakanir duga. Fokkaði kvöldinu hressilega upp, ég ætlaði að sitja á jólatónleikum kirkjukórsins í þessum skrifuðu orðum en nei, ég beit vitlausa tímasetningu í mig og þegar ég fór að tékka á málinu voru þeir byrjaðir. Þannig að ég fór að skrifa jólakortalista í staðinn, …
Brögðum beitt
Strumpan er farin að færa sig upp á skaftið og kann á mömmu gömlu. Þannig er, að hún er að verða býsna virk að fara á koppinn og láta vita í tíma. Í kvöld fór hún til dæmis langa og góða ferð á koppinn og var eðlilega stolt á eftir. Það þarf reyndar ekki að …
Lokahóf
Þá er síðasti þátturinn af Krøniken búinn í bili og lokahóf í gær. Það hefði mátt vera við betri kringumstæður þar sem ég var enn og aftur með óvirka bragðlauka svo átveislan var til lítils. Bragðlaukarnir hafa verið að detta inn og út síðustu daga, og eru yfirleitt úti þegar mest liggur við. Annars hefur …
Jóladiskurinn minn
Fékk allt í einu þessa snilldarhugmynd að bloggi, að deila hvaða 10 lög ég myndi setja á ómissandi jóladiskinn minn. Og snilldin og það erfiða í þessu er, að takmarka sig við 10. Hann er náttúrulega allt í senn frumlegur og klénn, hátíðlegur og kátur. So here goes; 1) Náin kynni (Vitavon) með Pálma Gunnars. …
Alein heima…
…og vorkenni mér ægilega. Í þessum skrifuðu orðum gæti ég verið á jólahlaðborði að belgja mig út og hafa það gott, en nei, ég ákvað að sleppa því, þar sem bragðlaukarnir eru enn í verkfalli. Hver er gleðin þegar maður finnur ekkert bragð? Mér finnst ég aldrei eiga bágara en þegar þetta kemur fyrir. Sorgin …