Það kom upp ágætur uppveltingur í gær. Það barst í tal hvort væri persónulegra að kyssast (og þá meina ég að sjálfsögðu að fara alla leið) eða að nudda saman nefjum. Ég er alfarið á þeirri skoðun að nefnudd sé miklu persónulegra (og þá er ég að meina í samhenginu hvað eru verstu svikin að …
Monthly Archives: janúar 2005
Sól og sumaryl
Ég hef verið ægilega lukkuleg með hækkandi hitastig og af því tilefni dregið fram pils við allar hugsanlegar dragtir (og til hvers að eiga þessi pils ef maður notar þau ekki). Viðbrögð vinnufélaganna eru mest hrós um hvað ég sé huggulega klædd en það er ekki að spyrja með karlmennina, þeir geta í mesta lagi …
Barn á leiðinni 2006?
Mummi er að gæla við Kýpurferð í sumar, eftir að hafa unnið í ferðalóttóinu í RT. Það eina sem stoppar hann er hræðslan við það, sem að hans mati fylgir óhjákvæmilega með. Síðast þegar hann stakk mig af til sólarlanda, fékk hann þær fréttir fljótlega eftir heimkomu að ég væri ólétt. Þegar hann lýsti þessum …
Bóndadagur, annar í Bónda og þriðji í Bónda
Sukkhelgi út í eitt. Byrjaði á að fá þær samstarfskonur mínar í kaffi og tertu á föstudag og eldaði svo dýrindismáltíð handa bóndanum. Dagurinn (eða kvöldið – þetta er nú eiginlega bara bóndakvöld) allur hinn besti. Á öðrum í bónda fórum við í sveitina og átum pönnukökur eins og stöfluðust í maga, plús afgang af …
Continue reading „Bóndadagur, annar í Bónda og þriðji í Bónda“
Brottflutta barnið
Það gengur vel að ala Strumpu frá sér. Hún fer orðið möglunarlaust að sofa – eiginlega mikil hátíð miðað við það sem var orðið, því hún átti það til að vera í fýlu í klukkutíma og rúmlega það þegar hún var sett inn að sofa. Núna liggur hún og kallar í mesta lagi svolítið fram, …
Klippt á naflastrenginn
Stór dagur í gær. Það var ákveðið að láta Strumpuna prófa að sofa í sínu herbergi. Ekki uppi í prinsessurúminu, það er ekki óhætt enn, þess vegna settum við dýnuna úr rúminu hennar á gólfið, undir rúmið og gerðum ógurlegt hreiður þar. Hún var ekkert nema jákvæðnin fyrirfram, lítið mál að „sofa hebbebbi“, en svo …
Kynæsandi kaup
Jæja, það mætti halda að annað hvort sé ég með kynlíf á heilanum (ok, ég játa að það gerist stundum) eða upptekin af því að stækka lesendahópinn með æsifréttafyrirsögnum! En að þessu sinni eru tengsl á milli titils og innihalds því þannig er að ég lét verða af því í dag að kaupa tvo geisladiska …
Eru karlmenn skemmtilegri en konur?
Ég fór allt í einu að spá í að ég, sem vinn á stórum og vel kynskiptum vinnustað, virðist bonda miklu meira við karlmenn heldur en konur. Ég íhugaði málið svolítið í gær og sama hvað ég reyndi, ég mundi ekki eftir neinni samkennslukonu sem ég hef náð verulega fínu bondi við, en mér datt …
Sexý bassaleikarar…
Smá hugleiðing aftur um hversu sexý bassaleikarar eru. Ég hef íhugað þetta vandlega og dettur í fljótu bragði tvö dæmi um ósexý bassaleikara. Annars vegar Paul McCartney – og nú er ég voða góð og hugsa aftur til hans gullára, ég hefði nú frekar viljað Lennon, anytime, anywhere. Hins vegar er það John Deacon – …
Vondur morgunn
Það þarf ekki mikið til að slá mig út af laginu svona fyrst á morgnana. Í morgun var það fatatengt. Þannig er að ég tók þann pól í hæðina að klæða mig huggulega þegar ég byrjaði að kenna hér í VMA. Það hefur gengið vonum framar og ég á orðið ágætlega álitlegt dragtarsafn. Ég geymi …