Salomónsdómur Stefáns Vá, ég hélt

Salomónsdómur Stefáns

Vá, ég hélt að rifrildi okkar Ragga Kristins (sem er ví­st dálí­tí­ð sár yfir að ég hafi kallað hann kverúlant, þótt í­ grí­ni hafi verið) um aldur Fram vs. Ví­kings væri nördalegt – en maraþondeilur Steggsins og Bleyðunnar (nenni ekki að útskýra þessi viðurnefni aftur) slá allt út! Þessi deila hefur vakið geysilega athygli í­ bloggheimum og má segja að fólk skiptist þar í­ þrjú horn – þá sem telja Vopnafjörð til Norðurlands, þeir sem eru því­ ósammála og þeir sem telja Viðar og Svanhildi bæði biluð.

Mistök þeirra beggja felast í­ því­ að telja að til sé skynsamleg svæðaskipting landsins eftir höfuðáttum. Allir ættu að vita að sú er ekki raunin, heldur gilda höfuðáttirnar ekki á landakortinu af Íslandi. Dæmi:

Nánast allir landsmenn tala um að fara suður til Reykjaví­kur, lí­ka í­búar Vestmannaeyja og fólk úr Ölfusinu. Reykví­kingar segjast hins vegar fara suður til Keflaví­kur – sem er í­ hávestur og vestur á ísafjörð – sem er í­ hánorður. Ergo: höfuðáttir gilda ekki á Íslandi!

Til að flækja málið enn frekar, er til eitthvað sem heitir Vesturland, sem þó nær ekki yfir allan vesturhluta landsins, því­ Reykjanesi og Vestfjörðum er sleppt. Vestfirðir, með vestasta odda landsins teljast því­ hvorki hluti af Vesturlandi né Norðurlandi. Vestfirðir fá ekki einu sinni að flokkast sem Norðvesturland, því­ samkvæmt í­slenskri málhefð er til eitthvað sem heitir Norðvesturland, en er þó ekkert vestarlega heldur fyrir miðju norðanverðu landinu.

Af þessu leiðir að það er algjörlega óþarft að ná að staðsetjaa Vopnafjörð með þessum hætti á annað hvort Norðurlandi eða Austurlandi, þar sem þriðji valkosturinn „hvorki né“ kemur til greina. Þannig mætti ví­sa til þessa landsvæðis sem „úti í­ rassgati“. Þannig gætu Reykví­kingar sagst fara suður í­ rassgat í­ merkingunni að fara til Vopnafjarðar. Annað eins hefur svo sem heyrst…