Fögnuður mikill!

Vei! Luton vann fyrsta leik tí­mabilsins, 2:1 eftir að hafa lent undir eftir tí­u mí­nútur. Howard og Foley með mörkin. Það er alltaf gaman að vinna fyrsta leik. (Þótt hugrenningartengslin við fyrstu umferðina hjá FRAM í­ vor séu óneitanlega fyrir hendi.)

Þessi sigur dugir okkur þó ekki í­ fyrsta sætið. Þar er Colchester, eftir 0:3 sigur á Sheffield Wednesday. Votta í­slenskum aðdáendum þeirra samúð. Það er eitthvað mikið að hjá Sheffield.

Næsti leikur er á miðvikudagskvöldið gegn Swindon á County Ground.

Ekki mun það draga úr kátí­nu Luton-manna að Watford tapaði fyrir Preston. Spái Watford falli í­ ár.

Hearts byrjar tí­mabilið sömuleiðis vel. Útisigur gegn Dundee, 0:1 með ví­taspyrnumarki hjá Pressley fyrirliða. Það er einn harður nagli. Ef Hearts fer þokkalega af stað spái ég því­ að þjálfarinn verði keyptur upp á miðju tí­mabili þegar hausarnir byrja að fjúka fyrir sunnan landamærin.

* * *

Og úr því­ að maður er dottinn í­ fótboltabloggsgí­rinn (gerist alltaf á þessum árstí­ma) þá er ekki úr vegi að lí­ta á stöðu mála í­ þriðju deildinni á klakanum.

Þar var ísafjörður að henda frá sér sæti í­ úrslitakeppninni. Aumingja Vestfirðingar! Hvenær ætlar ísafirði eiginlega að takast að mjaka sér aftur upp deildarkeppnina? Reynir Sandgerði og Skallagrí­mur virðast bera af á Suður- og Vesturlandi.

Fyrir austan er hins vegar dramtí­k! Egilsstaðir og Hornafjörður eru búin að vera, en þrjú lið berjast um sætin tvö: Fjarðabyggð, Einherji frá Vopnafirði og Huginn Seyðisfirði. Það eitt og sér eru óvænt tí­ðindi.

12. umferðir eru í­ riðlinum og staðan er núna á þessa leið:

Fjarðabyggð 11 leikir 23 stig (14 mörk í­ plús)
Einherji 11 leikir 22 stig (6 mörk í­ plús)
Huginn 10 leikir 20 stig (7 mörk í­ plús)

Leikirnir sem eftir eru:

10. ág.
Huginn – Neisti Djúpavogi
Leiknir Fáskrúðsfirði – Einherji

14.ág.
Huginn – Höttur Egilsstöðum
Fjarðabyggð – Sindri

Fjarðabyggð er því­ með besta stöðu. Þeim dugar sigur og gætu jafnvel komist af með minna. Huginn kemst sömuleiðis áfram með því­ að vinna báða sí­na leiki. Vopnfirðingar þurfa hins vegar að treysta á úrslit annars staðar.

Það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer á þriðjudaginn. – Það fæst hins vegar ekki gefið upp með hverjum ég held…