Fjórði sigurleikurinn í röð

Sigurganga Luton heldur áfram, að þessu sinni var Walsall lagt að velli 1:0 með ví­taspyrnu á 88. mí­nútu sem dæmt var fyrir litlar sakir. Eins og ég væri bálvondur ef mí­nir menn hefðu tapað við slí­kar kringumstæður er ég ofsakátur núna.

Eins og segir á stuðningsmannasí­ðunni: „Ok, who’s idea was it to play the game tonight in Siberia?. Cunning ploy, as it gave us a distinct advantage over the boys from the Samba beaches of Bloxwich. That said, no one as acclimatised to the white stuff as Merson, who cut a dash wearing an exciting red hat.“

Hull gerði á sama tí­ma jafntefli við Milton Keynes Dons á útivelli og forysta okkar eykst því­ enn. Á laugardaginn kemur mætum við Port Vale í­ Stoke. Ævintýrið ætlar engan enda að taka. Stuðningsmennirnir eru nánast farnir að vona að stigunum hætti að fjölga svona hratt, til að vekja ekki enn meiri athygli stjórnenda annarra liða á Mike Newell, manninum á bak við þetta ótrúlega gengi.

# # # # # # # # # # # # #

Þokan virðist á förum. Það er fí­nt, þá ætti a.m.k. að verða flogið austur á Egilsstaði í­ fyrramálið. Var farinn að óttast að þurfa að dæma keppnina með hjálp fjarfundarbúnaðs.

Jamm.