Stór dagur hjá Ólínu í dag. Fyrsta gönguferðin um hverfið í barnavagninum. Reyndar létt litli gríslingurinn sér fátt um finnast, en ég var þeim mun kátari. Sé núna fram á að komast undir bert loft á hverjum degi og aukna hreyfingu. Reyndar takmarkaði það nokkuð göngutúrinn að reykjarmökkur lá yfir Norðurmýrinni. Kviknaði í risíbúð á …
Monthly Archives: maí 2005
Þjóðhverfa dagsins
Þjoðhverfu dagsins er að finna í litla fréttamoladálki Guðmundar Magnússonar í Fréttablaðinu. Þar er fjallað um heimsókn ÓRG til Kína og hvernig forsetinn sé langflottastur – nánast á pari við Nixon í heimsókninni hjá Maó formanni um árið. Á greininni skammast Guðmunudur yfir því að heimspressan fjalli ekki um heimsóknina – hvernig standi á því …
Umskurður
Frétt á Bylgjunni í dag: „Norska ríkið hefur hætt þáttöku í kostnaði við umskurð á múslímadrengjum. Umboðsmaður sjúklinga þar í landi óttast að það kunni að leiða til óvandaðra vinnubragða. Fram til þessa hafa múslímar aðeins þurft að greiða sem svarar 750 krónum fyrir að láta umskera syni sína. Nú þegar ríkið hefur hætt þátttöku í …
Áhugaverð lesning
Eins og fram hefur komið, ætla ég ekki að fara oní saumana á sagnfræðinni í Sovét-greinum Egils Helgasonar, þó ég hafi bent á eina verulega vonda staðhæfingu. Almennileg umfjöllun um efnið tæki meiri tíma en ég nenni að verja í það núna, auk þess sem ég er ekkert sérstaklega inni í þessari sögu. Hef meira …
Merkileg yfirlýsing!
Flosi Eiríksson var í þessum töluðum orðum í Sjónvarpsfréttum að lýsa því yfir að með póstkosningunni væri Samfylkingarfólk að velja næsta forsætisráðherra lýðveldisins. Þetta eru nokkur tíðindi. Nú hefur Samfylkingin einmitt ástundað það að bjóða fram önnur forsætisráðherraefni en formann sinn. Ætlar flokkurinn sem sagt að breyta reglum?
Sagan endalausa
Mér finnst ritdeilur í sjálfu sér ekki leiðinlegar. Þær verða það bara þegar ekki er um nein skoðanaskipti að ræða, heldur karp þar sem hvorugur aðilin þokast neitt áfram. Held ég bíti samt á jaxlinn og skrifi enn eina færsluna um Egil Helgason og staðreyndameðferð hans. Ég gef mér að ég sé nafnlausi sagnfræðingurinn sem …
Ágætis byrjun
Frábær dagur á vellinum. Mætti snemma ásamt afa, Kolbeinni Proppé og Óttari syni hans. Um að gera að lokka sem flesta til stuðnings við Safamýrarstórveldið í upphafi móts. Sýndist Proppé-feðgar vera móttækilegir. Umgjörð leiksins var til fyrirmyndar. Hoppukastali fyrir börnin. Móttaka og tjald með kaffiveitingum á vegum VíS. Leikurinn sjálfur var góður. Framararnir léku miklu …
Málsvörn Egils Helgasonar
Jæja, Egill Helgason svarar færslunni minni hér að neðan. En þar sem ég þykist vita að stór hluti lesenda þessarar síðu sleppi því að lesa athugasemdirnar með færslunum, ætla ég að skella svarinu hérna inn. Á svarinu sakar Egill mig um málfundabrögð. Ætli það sé samt ekki best að leyfa bara lesendum að dæma um …
Um sagnfræði
Sagnfræði er sérkennileg vísindagrein. Hún gerir harðar kröfur til þeirra sem hafa lært hana og kalla sig sagnfræðinga. Hins vegar getur hver sem er skrifað um söguleg málefni án þess að kunna nokkurn skapaðan hlut í sagnfræðilegum vinnubrögðum. Þessir söguáhugamenn geta þruglað og delerað án þess að verða minni menn í augum umheimsins. Þessu er …
Knattspyrnugetraun
Línuverðir – afsakið, aðstoðardómarar – verða seint taldir skærustu stjörnur knattspyrnuvallarins. Á þessu er þó ein undantekning. Eitt er þó það land sem kann að meta línuverði að verðleikum. Raunar er svo komið að línuvörður er frægasti einstaklingurinn í knattspyrnusögu þessa lands og er þjóðarleikvangurinn kenndur í höfuðið á honum. Nú er spurt: hvert er …