Vitur eftir á

Halldór ígrí­msson segir í­ viðtali við Blaðið í­ dag um íraksstrí­ðið að það sé auðvelt að vera vitur eftir á.

Þetta eru mikil sannindi. Gott að vita að forsætisráðherra lesi málshættina í­ páskaeggjunum sí­num með athygli.

En hvað með að ræða um þá sem voru vitrir fyrir fram? Hvernig í­ ósköpunum getur ófullur maðurinn haldið því­ fram að enginn hafi efast um tylliástæður Bandarí­kjamanna fyrir strí­ðinu á sí­num tí­ma? Ef Halldóri ísgrí­mssyni tókst að leiða það hjá sér í­ árslok 2002 og í­ ársbyrjun 2003 að deilt væri um staðhæfingar Bush-stjórnarinnar, þá er það álí­ka afrek og að komast hjá því­ að heyra eitt einasta jólalag í­ desember.

Urr!