Sit við tölvuna, klukkan langt gengið í eitt á þriðjudagskvöldi. Það er bara venjulegt, því á þriðjudögum spila ég fótbolta til kl. 23 og hef því enga möguleika á að sofna fyrr en eftir 1-2 bjóra, netráp og fótboltagláp á Sýn.
Þriðjudagsboltinn er sá fasti punktur í tilverunni sem mér finnst verst að missa af. Hópurinn er búinn að spila saman í tíu ár, þar af er ég búinn að vera í níu. Lengst af var spilað eftir hádegi á sunnudögum og gat þá þynnka set verulegt strik í reikninginn. Eftir að þeir fyrstu í hópnum fóru að hola niður börnum jókst þrýstingurinn á að losa helgarnar. Við byrjuðum að spila um kvöldmatarleytið – en síðar varð þessi tími ofaná. Þá var hægt að nýta fyrri hluta kvöldsins til annarra verka. Eini gallinn er vökurnar sem á eftir fylgja.
Það fer hins vegar ekkert á milli mála að hópurinn er meira eða minna að detta inn á fertugsaldurinn. Á vetur hefur einn slitið hásin, annar fengið brjósklos og sá þriðji er með ökkla í lamasessi. Fyrir 5-6 árum voru menn í mesta lagi frá 1-2 vikur. Núna getur það hlaupið á mánuðum.
Með þetta í huga stendur mér ekki á sama hvað ökklinn án mér heldur áfram að vera aumur. Ég stekk upp úr öllum samstuðum og þori ekkert að beita honum af neinu viti. Ég nenni einfaldlega ekki að fara að skemma eitthvað þarna niðri.
# # # # # # # # # # # # #
Luton vann loksins eftir fjóra tapleiki í röð. Andstæðingarnir voru reyndar bara Crewe, en okkur vantaði lykilmenn og skoruðum fjögur mörk gegn einu. Það er bara helvíti gott.
Næsti leikur er á laugardaginn, úti gegn Crystal Palace.