Þegar keppnin er hálfnuð hefur enn engum keppanda tekist að fá meira en eitt stig. Staðan er:
Jón Björn, Kolbeinn Proppé, Gunnar, Litli efnafræðingurinn, Valur Sæm & Freyr Rögnvaldsson hafa eitt stig. Aðrir minna.
Sjöunda spurning, fyrsta vísbending:
Bókin sem nú er spurt um vísar í söguna af Mídasi konungi, nema í þessu tilviki er það ekki gullþorsti heldur vínþorsti sem leiðir hinn gráðuga mann til glötunar.
Hver er teiknimyndasagan?
# # # # # # # # # # # # #
Leit á bókmenntakynningu MFíK áðan í nýja MíR-salnum. Margt af fólki og húsnæðið er hið veglegasta. Húrra fyrir því.
# # # # # # # # # # # # #
Á morgun mætast Luton og Southampton í beinni á Sky. Veit ekki hvort ég á að mæta á Ölver eða þiggja heimboð til vinnufélaga sem er með Sky-pakkann heima hjá sér. Sjáum til hvernig maður kemur undan jólahlaðborði í kvöld…