Patty og Fræbbblarnir

Á kvöld fóru foreldrar mí­nir á Patty Smith í­ Háskólabí­ó. Miðana fengu þau fyrir milligöngu Palla frá Hilmari og Helgu, sem lögðust í­ flensu.

Ég veit eiginlega ekkert um Patty Smith. Veit bara að hún á nokkur lög sem maður kannast við. Lí­klega hef ég alltaf haft innbyggða fordóma gagnvart konunni eftir að hafa hlustað á lagið „Hippar“ með Fræbbblunum. Þar segir eitthvað á þessa leið: „Hlustið á Patty Smith, Hagen og beljulið – og haldið að það – eig´eitthvað skylt við pönkið!“

Annars er Nina Hagen fí­n og á bara eitt og annað skylt við pönkið. Ætla samt ekki að hnýta neitt meira í­ Fræbbblana hérna, veit nefnilega að Helgi Briem er fastur lesandi.

# # # # # # # # # # # # #

Er að lepja Lagavullin í­ þessum rituðum orðum. Það er góður drykkur.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag barst Minjasafninu gripur. Það er hluti úr neyðarbúnaði frá Reykjaví­kurflugvelli sem skipti yfir á rafgeyma í­ rafmagnsleysi. Þetta er stórt og mikið stykki, svo ég samþykkti strax að taka hann. Verst er að þetta er fjandanum stærra og þyngra. Óttast að ég muni hálsbrjóta mig við að koma þessu niður í­ geymslu með litla krananum. Það væri þó a.m.k. í­ þágu góðs málstaðar.

# # # # # # # # # # # # #

Vegna vinnunnar er ég sömuleiðis að berja mig í­ gegnum Sögu Kolviðarhóls e. Skúla Helgason frá 1959. Það er ekki fjörlegasta lesningin. Fyrir vikið mun dragast enn lengur að ég komist áfram með bókina á náttborðinu – Sirens of Titan eftir Vonnegut. Hún er fí­n, en ekki eins skemmtileg og Hocus Pocus sem ég kláraði í­ sumar. Það verður ekki langt í­ að ég lesi hana aftur.

Fyrst ætla ég samt að lesa Guðberg, Leitina að landinu fagra. Mitt uppáhald eftir Gubbann.

# # # # # # # # # # # #

Kennslan í­ námskeiðinu okkar fer ágætlega af stað. Við Sverrir sátum og hlustuðum á Skúla Sig. komast á talsvert flug í­ fyrirlestri dagsins sem fjallaði m.a. um Einstein, skopparakringlur, Kanasjónvarpið, Bláa lónið, gashernað í­ fyrri heimsstyrjöldinni, neðanjarðarlestakerfi Berlí­nar í­ kalda strí­ðinu, Vefarann mikla frá Kasmí­r, Róbert Trausta írnason, orkunotkun Google-fyrirtækisins, grein Trotskýs um Lení­n frá 1926, gúanó í­ Chile og ófarir Vilhjálms Þórs í­ olí­uhneykslinu.