Ég hef nokkrum sinnum reynt að nota þessa bloggsíðu til að betla aðstoð frá fólki útí bæ. Þannig tókst mér að fá lagaðan bilaðan vatnskassa á gamla klósettinu og greitt úr vandræðum með blöndunginn á gamla Volvo-num mínum. Á bæði skiptin var raunar Kristbjörn þáverandi nágranni minn á ferðinni.
Núna ætla ég að gera eina tilraun í viðbót. Mig vantar sjálfboðaliða – eða öllu heldur Steinunni vantar sjálfboðaliða.
Á laugardaginn kemur er VG-prófkjörið og hver frambjóðandi á að leggja til fulltrúa í talningu. Viðkomandi þarf að vera ábyrg/ur og kunna að telja.
Talningarfólk verður víst kallað til leiks um klukkan fjögur og má eiga von á telja til klukkan ellefu eða þar um bil. Eitthvað verður matarkyns í boði.
Ef einhver öðlingurinn hefur fengið nóg af laugardagsdagskrá sjónvarpsins – langar til að taka þátt í prófkjörstalningu – eða vantar félagsskap áður en mætt er í kosningavökuna – þá mætti viðkomandi senda mér póst á skuggabaldur@hotmail.com eða bara slá á þráðinn.
Er þetta fullmikil bjartsýni?