Svona á að gera þetta!

Hægrisinnaðir þjóðernissinnaflokkar á Evrópuþinginu hafa myndar regnhlí­fasamtök innan þingsins. Frá þessu hefur verið sagt í­ flestum blöðum og almennt ef mönnum nú ekki skemmt. The Independent er ekkert að skafa utan af hlutunum, enda blaðið oft með einhverjar bestu fyrirsagnir breskra blaða. Á forsí­ðunni stendur með hástöfum yfir alla sí­ðuna:

GYPSY-HATERS

HOLOCAUST-DENIERS

XENOPHOBES

HOMOPHOBES

ANTI-SEMITES

EU´S NEW POLITICAL FORCE 

Svona afgreiðslu sæi maður seint í­ í­slensku blöðunum. Húrra fyrir The Independent!

# # # # # # # # # # # # #

Stórleikurinn milli Luton og QPR var blásinn af vegna vatnselgs. Það var mjög svekkjandi þar sem ég var búinn undir kvöld fyrir framan tölvuna að fylgjast með fyrsta stórleik ársins.

Hlustaði í­ staðinn á tilþrifalí­tið kvöld í­ GB. Eins og svo margir dómarar hafa lent í­ áður, hefur Daví­ð greinilega komið á óvart hversu slök sum liðin í­ fyrstu umferðinni voru. Hann gat ekki brugðist svo glatt við því­ meðan á umferðinni stóð, en létti sig svo aðeins milli umferða – amk í­ ví­xlinu. Fyrsta keppnin í­ kvöld var t.a.m. of létt.

Enn hefur engin viðureign í­ ár verið jöfn. Garðabær, MH og MS eru öll vel að því­ komin að keppa í­ sjónvarpi. MH-ingar eru fí­nir, en ég yrði þó undrandi að sjá þá fara alla leið.

# # # # # # # # # # # # #

Palli og Kolbeinn kynntu mig í­ dag fyrir hræðilegum tí­maþjóf. Það er skjal þar sem markmiðið er að bera kennsl á hljómsveitir frá ýmsum tí­mum. Best gæti ég trúað því­ að óvinir Vesturlanda hafi búið þessa þraut til í­ því­ skyni að draga úr framleiðni og afköstum á vinnumarkaði. Voru ekki einmitt sögur um að Rússinn hefði dreift Tetris í­ kalda strí­ðinu í­ þessu skyni.

Eins finnst mér lí­klegt að þessir sömu óvinir hafi fundið upp Moggabloggið.