Auglýsingasamkomulagið

Stjórnmálaflokkarnir eru búnir að koma sér saman um auglýsingaþak. Reyndar er þakið ansi hátt, eins og bent hefur verið á 28 milljónirnar eiga bara að dekka birtingarkostnað í­ landsfjölmiðlum. Ekkert er hins vegar sagt við því­ hversu miklu er sólundað í­ framleiðslukostnað, auglýsingar í­ landsmálablöðum, flettiskilti, strætóauglýsingar, blöð og bæklinga inn á hvert heimili eða sí­mhringingar.

Er samkomulagið þá tilgangslaust? Nei, svo sannarlega ekki.

íbatinn af samkomulaginu er sá að flokkarnir hafa komið sér saman um mælingu á auglýsingakostnaði. Það þýðir að Gallup mun senda frá sér reglulegar tilkynningar í­ og eftir kosningabaráttuna um áætlaðan auglýsingakostnað – sem ætla má að verði tiltölulega lí­tt umdeildar. Fyrir sí­ðustu kosningar hafa menn verið að reyna að slumpa á þessar tölur, en flokkarnir alltaf þrætt fyrir þær ágiskanir og sumir flokkar gefið upp tölur sem allir vissu að væru óraunhæfar. Að þessu leyti er samkomulagið til mikilla bóta.

Legg til að flokkarnir setji næst bann við auglýsingum á Moggablogginu!