Björn Ingi hrósar Gunnari Svavarssyni fyrir snjalla grein í Fréttablaðinu í dag – þótt háðið í færslu Binga sé augljóst. Gunnar var í greininni að svara Hjörleifi Guttormssyni, sem vitnað hafði í Stein Steinarr. Gefum Birni Inga orðið:
Gunnar Svavarsson er hins vegar nútímalegur stjórnmálamaður og hefur augljóslega lagt bláu bókina með skólaljóðunum til hliðar í sínu lífi og tekið til við dýrari textarýni. Gunnar vitnar í hið þekkta dægurlag Sálarinnar hans Jóns míns, Ég er orginal, eftir Friðrik Sturluson, og segist stoltur af því að vera slíkur stjórnmálamaður.
Hér er nauðsynlegt að leiðrétta formann borgarráðs, því lagið heitir „Hver er orginal?“
Ef textinn er lesin í heild sinni kemur í ljós að með þessu er Gunnar Svavarsson að ráðast í róttæka sjálfsgagnrýni. Sjáið bara þessi lokaorð: „Ég er spegilmynd af þér. Ég veit ekki hver ég er. Hver er orginal?“ – Raunar má segja að allur textinn lýsi tilvistarlegri angist manns (eða stjórnmálaflokks) með brotna sjálfsmynd, sem á erfitt með að fóta sig í veröldinni og veit ekki hvort hann er hann sjálfur eða bara einhver annar?
Mér er til efs að beittari og miskunarlausari pólitísk sjálfsgagnrýni hafi birst í íslensku dagblaði í lengri tíma.
Legg til að Moggabloggið finni sér líka einkennislag með Sálinni. Mæli með Flagð undir fögru…