Röddin

Fór sí­ðdegis í­ útför Péturs Péturssonar þular. Pétur heitinn var kvæntur Birnu afasystur minni.

Auk þess að þekkja Pétur úr fjölmiðlum og fjölskylduboðum hafði ég nokkrum sinnum samband við karlinn til að spyrja hann út í­ hin og þessi sagnfræðitengd efni. Það gekk nú yfirleitt svona og svona – samtölin við Pétur voru aldrei stutt og ekki vantaði upplýsingarnar, en þær snerust ekki endilega um það sem um var spurt heldur fremur áhugamál hans hverju sinni. Þetta voru þó ávallt skemmtileg samtöl.

Á landsráðstefnu SHA fyrir nokkrum árum heiðruðum við Pétur sérstaklega fyrir framlag hans í­ herstöðvabaráttunni. Það þótti honum vænt um og ég held að þakkarræða hans hafi orðið flestum viðstöddum minnisstæð.