Gúdd riddans

Jæja, þá erum við laus við Englendinga úr EM. Það er þá kannski ennþá von til að rætist úr þessari keppni!

Englendingadaður í­þróttafréttamanna komst í­ nýjar hæðir í­ leiknum í­ kvöld, þegar Guðjón Guðmundsson sagði e-ð á þá leið að ef þetta yrðu úrslitin, þá væri þetta lí­klega einhver stærsti sigur króatí­skrar knattspyrnu!

Uh – nei…

Hvað með 3:0 sigur á Þjóðverjum í­ fjórðungsúrslitum HM 1998?

Eða sigurinn á Hollendingum í­ leiknum um þriðja sæti í­ sömu keppni – þar sem Davor Suker tryggði sér gullskóinn?

Nei – toppurinn á tilverunni hlýtur að vera að sigra lið sem endaði á að tefla fram þriðja framherja Liverpool og fjórða framherja Tottenham…

Farið hefur fé betra.