Ó, af hverju gat Páll ísgeir ekki verið dómari í GB 1995? Spurningarnar hans hefðu svoleiðis smellpassað fyrir mig, Gvend og Bigga. Keppnin við Versló hefði aldrei náð að verða spennandi. (Ekki það að Ólafur Bjarni hafi hentað okkur neitt illa.)
Fínt hjá Páli að vera ekkert að pína sig í að spyrja út í efni sem hann veit lítið um og hefur ekki áhuga á – s.s. íþróttir.
Þetta er samt of létt. MH og Kvennó eru með fín lið – en eru þó ekki topplið. Þegar þau taka 12 stig af 12 mögulegum í vísbendingaspurningum og þríþraut, oftast nær án þess að búið sé að klára spurninguna, þá er keppnin of létt.
Og eitt ráð: ALDREI setja fæðingarár og -dag þess sem um er spurt í fyrstu vísbendingu. MR, MK og Versló hefðu öll klárað Sölva Helgasonar spurninguna á fyrstu þremur sekúndunum með þeim upplýsingum. Það rýrir líka svo gildi spurningarinnar að afmarka hana strax í tíma og rúmi. Góð vísbendingaspurning á helst að hafa allan heiminn undir í byrjun – og skáldsagnaheiminn líka.
Ergilegt fyrir Kvennó að mistakast að brjóta blað í þátttökusögu sinni og komast í undanúrslit.