Á kvöld syngjum við Framarar „Ligga-ligga-lá“ (nema þeir Framarar sem eru á leikskólaaldri – þeir söngla væntanlega „Na-nana-gúgú“, eins og er víst móðins núna).
Minnugir loka Íslandsmótsins fyrir þremur árum – þegar FH-ingarnir sendu okkur niður um deild, þá var sérstaklega ljúft að því sem næst svipta FH Íslandsmeistaratitlinum.
Og ekki er leiðinlegra að fara beint heim eftir leik og horfa aftur á seinni hálfleikinn á plúsnum og heyra hvað Guðjón Guðmundsson (sem aldrei getur falið Fram-andúð sína) á bágt með sig.
Það var kannski bara fínt að ekki var flogið til ísafjarðar eftir allt saman…