Nýjasti íslenski bjórinn er Móri frá Ölvisholti brugghúsi.Þetta er rauður ale. Mikið var að Íslendingar reyndu að búa til ale.Og viti menn. Hann er bara ágætur.Â
Monthly Archives: september 2008
Pelé
Af öllum leiðindagaurum knattspyrnuheimsins er Pelé hiklaust á topp-5 listanum. Nýjasta útspil hans er að skamma Robinho fyrir að láta græðgina ráða för og ganga til liðs við Manchester City í stað þess að spila fyrir Real Madrid eða Chelsea (væntanlega af hugsjóninni einni saman). Þetta kemur nú eiginlega úr hörðustu átt frá manni sem …
Sannspár?
Fyrir nokkrum dögum spáði ég því að stríð kynni að brjótast út í Nagorno-Karabakh. Núna er Dick Cheney staddur í Azerbaijan með það yfirlýsta markmið að styrkja tengslin við stjórnina þar, sem er í miklum metum hjá ráðamönnum í Bandaríkjunum og Nató. Á gær hlustaði ég svo á viðtal við stjórnmálamann/fréttaskýrenda frá Azerbaijan á BBC …
Djöfull tók ég´ann…
Össur Skarphéðinsson er skrítin skrúfa. Bloggsíðan hans hefur alloft komist í fréttirnar – einkum í tengslum við einhverjar blammeringar og sleggjudóma. Þetta töldu einhverjir merki um að ráðherrann væri stílsnillingur. Sjálfur sá ég aldrei stílsnilldina í frekar tilgerðalegri notkun á orðatiltækjum og frösum. En gott og vel, það má ekki taka það af Össuri að bloggið …
Leikþátturinn
David Conn skrifar stórgóða grein um hina nýju eigendur Manchester City og þróun enska boltans. Efsta færslan í athugasemdakerfinu er hins vegar mögnuð. Hún er sett upp sem leikþáttur og Luton Town kemur mjög við sögu: Transfre Day : A play in one part. A modern fairy tale. Act One, Scene 1 May 11th 1968, …
Efnahagsmál
Fyrir nokkrum misserum hélt ríkisstjórnin blaðamannafund til að koma áleiðis þeim gleðilegu fregnum að ríkissjóður væri skuldlaus. Þetta var talinn meiriháttar sigur. Núna er ríkissjóður að taka stórt erlent lán. Það er líka meiriháttar sigur. Ef marka má fréttir er það jákvæðasta við þessa lántöku að hún sendir svo góð skilaboð til umheimsins. Eftir því …
Dr. Jeckyll og herra Hyde
Þegar ég er heima hjá mér, fara öll óhrein glös og bollar nokkurn veginn beint í vaskinn og bíða uppþvottar. Á vinnunni vil ég hins vegar helst drekka úr kaffikrús sem hefur ekki verið þvegin í margar vikur og er komin með fasta skán á botninn. Gotneskar skáldsögur hafa verið skrifaðar að minna tilefni.
Ný sjónarmið
Fyrir skömmu skrifaði minn gamli fótboltafélagi Grímur Atlason mikla bloggfærslu um fólkið sem væri á móti pasta og gerði það að verkum að hann þyrfti að borga geðveikislegar upphæðir fyrir osta, sveppi og góðar pylsur. Þá var hann bæjarstjóri í útgerðarplássinu Bolungarvík (eða nýhættur störfum). Á morgun hlustaði ég á Grím Atlason – nú sem …
Helv… 21.öldin
21. öldin ríður yfir mig af fullum þunga.Um daginn dó sjónvarpið okkar (engin ending – þetta var ekki nema tíu ára gamall gripur). Þá fórum við í sjónvarpstækjaverslun og uppgötvuðum okkur til mikillar skelfingar að það er ekki hægt að fá neitt annað en flatskjái í dag. Fyrir vikið eigum við núna flatskjá – og …