Frétt dagsins í Bretlandi er félagatal hægriflokksins BNP, sem lekið var á netið.
BNP er andstyggilegur lítill flokkur kynþátta- og útlendingahatara. Þess vegna liggur fólk nú yfir listunum og veltir vöngum yfir því hvort t.d. kennurum eða lögreglumönnum af listanum sé sætt í starfi.
Annar og kúnstugri flötur á málinu eru viðbótarupplýsingar sem umsjónarmenn félagatalsins á einstökum stöðum hafa bætt inn við nöfn viðkomandi félagsmanna:
„Member describes himself as a witch: potential embarrassment if active … “
„Buddhist … “ „Pubic speaker. Has two suits of medieval 14th & 15th century armour … „ |
Er ekki dálítið kyndugt að vera breskur Búddisti og rasisti í senn?
Hins vegar kemur ekki fram hvort það að eiga hringabrynju telst kostur eða löstur í BNP.